Fréttir

Nýtt Prentský á Landspítala

04.10.2019

Nýverið lauk Optima við innleiðingu á nýju Prentskýi hjá Landspítala. Alls var skipt út 340 prenttækjum, bæði fjölnotatækjum og prenturum ásamt hugbúnaði. Verkefnið heppnaðist gríðarlega vel og eru notendur mjög ánægðir með útkomuna. 

 

Nýja Prentskýið býr yfir mörgum skemmtilegum eiginleikum, en þær breytingar sem  notendur verða hvað mest varir við í daglegri starfsemi er notendaviðmótið. Öll fjölnotatæki búa nú yfir stórum snertiskjá þar sem einfalt viðmót hugbúnaðarins fær að njóta sín. 

 

Að þessu tilefni birti Landspítalinn frétt um verkefnið þar sem umfangi þess er lýst ásamt viðtökum starfsfólks. Hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér

 

Í sýningarsal Optima er uppsett sýningartæki og hugbúnaður, samskonar og Landspítalinn notast við, fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur. Prentský lausnin hentar fyrir öll fyrirtæki sem vilja ná tökum á prentkostnaðinum, auka gagnaöryggi og fá betri yfirsýn yfir notkun.