Fréttir

Mikilvægi þess að bjóða starfsfólki uppá læstar hirslur

05.09.2019

Vinnuaðstaða starfsfólks er allajafna mikið í umræðunni, svo sem lýsing á vinnustað, loftgæði, tölvu- og tæknibúnaður og húsgögn. En við eigum það til að gleyma læstum hirslum fyrir starfsfólkið okkar. Hver starfsmaður ber allajafna með sér mikil verðmæti dagsdaglega.

 

Oft á tíðum er ekki aðstaða til að vera með allan þennan búnað á vinnustöð og þá er nauðsynlegt að geta boðið starfsfólki sínum uppá öruggan stað til að geyma hlutina. 

Starfsmannaskápar, munaskápar og læsanlegar hirslur undir skrifborð frá breska framleiðandanum Bisley er frábær lausn fyrir allar stærðir fyrirtækja og stofnanna. Bisley var stofna árið 1931  í Surrey Englandi og hefur starfað nær óslitið síðan þá.  Verksmiðja er staðsett í  Newport í suður Wales þar sem hver vara er framleidd eftir pöntun

Húsgögnin eru úr stáli og eru dufthúðuð (e.powder coating)

 

Af hverju eigum við að velja húsgögn úr stáli.

  • Stálið er 99% endurnýtanlegt
  • Langur líftími
  • Húsgögnin eru léttari en t.d. viðarhúsgögn og skilja því eftir sig minna kolefnisspor
     

Söluráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um Bisley og hvaða lausnir eru í boði, einnig erum við með brot af því sem við bjóðum í sýningarsal okkar. Verið velkomin.