Fréttir

Frábær nýjung frá Bisley

22.05.2018

Bisley hefur um áraraðir framleitt hina vönduðu skjalaskápa, starfsmannaskápa og hirslur. Nú hefur fyrirtækið hafið framleiðslu á breiðari vörulínu til að mæta þörfum nútímans. Munaskápar, skrifborð, skrifstofustólar og fleiri lausnir í öllum regnbogans litum.

 

Með lausnum frá Bisley geta fyrirtæki hámarkað nýtingu á plássi með nútímalegri og flottri hönnun. Þessa dagana vinnum við að því að bæta inn í netverslun okkar fleiri vörum sem tengjast þessari nýju línu. Þangað til bendum við á vefsíðu Bisley https://www.bisley.com/ þar sem hægt er að fá hugmyndir að alls kyns útfærslum og hönnun. Ef um heildarhönnun á skrifstofuhúsnæði er að ræða er mögulegt að koma með tillögur að sérbreytingum ef vara er tekin í magni.

 

Litaúrvalið er ótæmandi og mögulegt er að hanna skemmtilegar útfærslur á blöndu af stál- og viðarhúsgögnum. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina, hvort sem hún er smá eða stór.