Fréttir

Optima á Akureyri

16.03.2018

Optima Akureyri

Árið 2013 opnaði Optima söluskrifstofu á Akureyri. Síðan þá höfum við byggt upp starfsemi okkar þar jafnt og þétt og þjónustum nú fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Sigurður Aðils er starfandi svæðisstjóri og hefur verið það frá opnun, með honum er tæknimaður sem þjónustar allan búnað á svæðinu ásamt öðrum tæknimönnum Optima.

Hjá Optima á Akureyri færðu allar okkar vörur og lausnir sem og ráðgjöf eða kynningar á því sem við höfum uppá að bjóða. Skrifstofa okkar er við Glerárgötu 28, 4.hæð. Verið velkomin, alltaf heitt á könnunni.