Umhverfisstefna

Markmið Optima í umhverfismálum eru eftirfarandi:

  • Tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi okkar og vinnum í anda sjálfbærrar þróunar, til að stuðla að betra umhverfi.
  • Einsetjum okkur að vera öðrum fyrirtækjum og stofnunum til fyrirmyndar í umhverfsmálum.
  • Leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt.

Ricoh leggur mikla áherslu á að allur búnaður og og rekstrarefni sem þeir framleiða sé vottað og bera vörur þeirra umhverfisvottun Bláa Engilsins sem er þýskt umhverfismerki sambærilegt og Svansvottun. Sjá nánar á vef Umhverfissstofnunar.

 

Umhverfismál eru Optima ofarlega í huga frá degi til dags. Við hvetjum starfsfólk okkar til að nota umhverfisvænan samgöngumáta. Til að styðja við það erum við með virkan samgöngusamning við Strætó bs. þar sem starfsfólki Optima gefst kostur á að kaupa samgöngukortið á sérkjörum.