Prentský
Prentský er aðgangsstýrð prentlausn sem hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja og stofnana. Með innleiðingu á slíku kerfi næst fram aukið gagnaöryggi, lægri prentkostnaður og betri yfirsýn svo fátt eitt sé nefnt.
Lausnin felst í því að öll prentuð skjöl eru send í eina sameiginlega prentbiðröð sem síðan er leyst út með aðgangskorti eða lykilnúmeri, þetta þýðir að notandi er einungis með einn prentrekil uppsettan í stað fjölmargra og öll skjöl sem prentuð eru í gegnum hann er hægt að prenta út á hvaða tæki sem er í lausninni.
Ávinningur
Innleiðing og kennsla
Innleiðing á Prentský er þægileg í alla staði fyrir þitt fyritæki, við sjáum um verkið. Hönnun lausnar, uppsetning búnaðar og kennslu ásamt ítarlegu stuðningsefni fyrir notendur.
Hafðu samband við söludeild okkar og sjáðu hvað við getum gert fyrir þitt fyrirtæki.