Fréttir

Seðlapenni - ódýr og einföld lausn

29.01.2021

Þessa dagana er umræða um peningafölsun áberandi í helstu miðlum. Við bjóðum einfalda og ódýra lausn til að verjast fölsuðum seðlum. Með Safescan seðlapenna má greina á örfáum sekúndum hvort seðillinn sé í lagi eða ekki. Móttakandi seðils teiknar lítið strik á seðilinn og ef blekið verður dökkt eru allar líkur á að um falsaðan seðil sé að ræða sbr mynd sem fylgir þessari frétt. 

Skoða vöru í netverslun

 

Ný vörulína frá Ricoh - IM fjölnotatæki

10.12.2020

Nú líður senn að því að Ricoh ljúki vegferð sem hófst fyrir rúmu ári síðan þegar vinna við endurbætur á öllum fjölnotatækjum hófst. Þessi vinna hefur skilað afburða góðum tækjum á markaðinn. Ricoh IM tækin henta einstaklega vel fyrir öll fyrirtæki, sama hvort notast er við aðgangsstýrða prentun með hugbúnaðarlausn eða ekki. IM tækin eru fáanleg í mörgum útfærslum með mismunandi aukabúnað, allt eftir þörfum hvers og eins fyrirtækis. 

 

Lagersala á prenthylkjum

09.10.2020

Við bjóðum Katun dufthylki með allt að 80% afslætti í fjölmargar gerðir prenttækja. Má þar nefna Canon, Kyocera, HP og fleiri gerðir. Allt á að seljast !

 

Smelltu hér til að sjá úrvalið.Einnig er gott að notast við leitina efst á síðunni, einfaldlega slá inn týpu þess tækis sem þig vantar hylki í. 

 

Heidelberg umboðið til Optima

08.05.2020

Nýverið gekk Optima frá kaupum á öllum lager og öðru tilheyrandi sem tengist sölu tækja og rekstrarefna til prentsmiðja frá Origo. Samhliða þessu færðist Heidelberg umboðið til Optima og erum við mjög ánægð með að fá jafn öflugt og þekkt merki í okkar birgjahóp. Heidelberg á sér langa og farsæla sögu sem teygir sig 170 ár aftur í tímann. Með þessu styrkir Optima stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í öllu sem tengist prentun og prentlausnum, hvort sem það er skrifstofuprentun, stafræn prentun eða offset prentun.

 

Falsaðir seðlar í umferð

28.01.2020

Nýverið bárust fregnir af því að óprúttnir aðilar hefðu náð að koma fölsuðum evru seðlum í umferð. Falsaðir seðlar valda fyrirtækjum tjóni sem ekki fæst bætt. Optima býður einfalda lausn sem auðveldar starfsfólki að skera úr um hvort seðill er falsaður eða ekki. 

Milliveggur eða skilrúm PLÚS fimm aðrir eiginleikar.

04.12.2019

Gerðu vinnurýmið notalegt og hlýlegt með húsgögnum frá Bisley.  Um er að ræða skemmtilegar lausnir sem getur þjónað margvíslegum tilgangi s.s hámarka nýtingu á vinnurými, flokkun á vinnugögnum og endurvinnanlegum efnum, læst rými fyrir persónulega muni starfsmanna o.fl. 

 

Nýtt Prentský á Landspítala

04.10.2019

Nýverið lauk Optima við innleiðingu á nýju Prentskýi hjá Landspítala. Alls var skipt út 340 prenttækjum, bæði fjölnotatækjum og prenturum ásamt hugbúnaði. Verkefnið heppnaðist gríðarlega vel og eru notendur mjög ánægðir með útkomuna. 

 

Mikilvægi þess að bjóða starfsfólki uppá læstar hirslur

05.09.2019

Vinnuaðstaða starfsfólks er allajafna mikið í umræðunni, svo sem lýsing á vinnustað, loftgæði, tölvu- og tæknibúnaður og húsgögn. En við eigum það til að gleyma læstum hirslum fyrir starfsfólkið okkar. Hver starfsmaður ber allajafna með sér mikil verðmæti dagsdaglega.

 

Optima er flutt á Suðurlandsbraut 6

24.07.2019

Optima hefur flutt skrifstofu sína og sýningarsal í glæsileg húsakynni að Suðurlandsbraut 6, við erum á 6.hæð. Verið velkomin á nýjan stað.

Vöruafhending og verkstæðismóttaka er óbreytt eða í Víkurhvarfi 2, Kópavogi. 

Rýmingarsala á öryggisskápum í sýningarsal

27.06.2019

Í júlí mánuði verðum við með rýmingarsölu á öllum öryggisskápum í sýningarsal. Allt að 55% afsláttur, allt á að seljast. Skáparnir í salnum er þverskurður af öllu því sem við bjóðum, allt frá minnsta heimilisskáp upp í stærri eldtefjandi skápa.
 

Uppfært - smellið á "Lesa meira" fyrir nánari upplýsingar og verð. 

Tilboðsdagar út júní

28.05.2019

Við bjóðum allar Bisley vörur af lager á frábæru sumarverði út júní mánuð. Allt að 40% afsláttur og til afhendingar strax. Athugið að tilboðsvörur eru fleiri heldur en birtast í netverslun. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar. 

 

Prentský og persónuvernd

07.05.2019

Optima hefur um árabil boðið viðskiptavinum sínum lausnir sem auka gagnaöryggi í tengslum við útprentanir á gögnum. Lausnir sem koma í veg fyrir að viðkvæm og mögulega persónugreinanleg gögn liggi ósótt á prenttækjum.Auk þess ná fyrirtæki allajafna fram talsverðum sparnaði í rekstri samhliða innleiðingu á lausnum sem þessum. 
 

Nýtt fjölnotatæki frá Ricoh - TILBOÐ

06.05.2019

Fyrir skömmu kom á markað nýtt fjölnotatæki sem hentar einstaklega vel fyrir minni skrifstofur og einyrkja. Ricoh SP 3710SF er vel búið og afkastamikið fjölnotatæki miðað við stærð  Tilboðsverð kr. 79.840 með vsk. 

Nýtt fjölnotatæki með innbyggðum skilríkjaskanna

10.01.2019

Ricoh SP C361SFNW

Ricoh hefur sett á markað nýtt A4 lita-fjölnotatæki sem hentar mjög vel fyrir minni aðila eða deildir fyrirtækja. Tækið er á frábæru verði og ódýrt í rekstri. Það kemur með innbyggðum skilríkjaskanna sem hentar einstaklega vel fyrir bílaleigur, hótel eða aðra aðila sem skrá skilríki viðskiptavina.

 

Ricoh MP 402SPF á jólaverði

07.12.2018

Í desember bjóðum við Ricoh MP 402SPF á sérstöku jólaverði. Um er að ræða öflugt svarthvítt fjölnotatæki sem prentar 40 bls. á mínútu. Tækið kemur með 10,1" litasnertiskjá og öllum helstu aðgerðum sem nútíma skrifstofuumhverfi þarfnast.  Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sérsniðið að þínum þörfum. 

 

Landspítali semur við Optima

10.10.2018

Nú á dögunum undirrituðu Landspítali og Optima ehf. samning til sex ára um innleiðingu og rekstur á nýju Prentskýi, sem er miðlæg og aðgangsstýrð prentlausn. Undanfarin 7 ár hefur Optima rekið samskonar lausn á Landspítala en í upphafi árs var verkefnið boðið út á ný og varð Optima hlutskarpast í því útboði. 

 

Móttaka viðskiptavina

21.09.2018

Næstu tvær vikur frá 24.sep- 4.okt standa yfir framkvæmdir á skrifstofu okkar í Ármúla 13. Af þeim sökum getum við ekki tekið á móti viðskiptavinum með góðu móti og sýningarsalur er lokaður á meðan þessu stendur.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Önnur starfsemi er með óbreyttu sniði, við minnum á símann okkar 588-9000 og netfangið optima@optima.is 

 

Ricoh Theta V 4K er komin

03.09.2018

Ricoh Theta V

Ricoh Theta V er nýjasta vélin í 360° fjölskyldunni. Það eru fjölmargar nýjungar sem koma í þessari týpu, helst ber að nefna að nú tekur hún upp myndskeið í 4K upplausn. Einnig keyrir hún á Android stýrikerfi sem gerir það kleift að hlaða smáforritum inn á hana. 

 

Ný lög um persónuvernd - við getum aðstoðað

17.08.2018

Ný lög um persónuvernd tóku gildi á Íslandi þann 15.júlí sl. Lög þessi setja ríkari kröfur á fyrirtæki og stofnanir um meðferð persónuupplýsinga og takmörkun á aðgengi að þeim.  Til 15.september nk. bjóðum við valdar vörur með ríflegum afslætti sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að standast settar kröfur.

 

Hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina. 

 

Frábær nýjung frá Bisley

22.05.2018

Bisley hefur um áraraðir framleitt hina vönduðu skjalaskápa, starfsmannaskápa og hirslur. Nú hefur fyrirtækið hafið framleiðslu á breiðari vörulínu til að mæta þörfum nútímans. Munaskápar, skrifborð, skrifstofustólar og fleiri lausnir í öllum regnbogans litum.